78% Svía vilja ekki taka upp evruna í Svíþjóð í stað sænsku krónunnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Tæplega 13% eru hins vegar hlynnt því að landið verði hluti evrusvæðisins.
Einnig var spurt um afstöðu til veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu. 45% eru hlynnt verunni í sambandinu samkvæmt könnuninni en 22,7% eru andvíg. Hins vegar sögðust 33,3% ekki vera viss um afstöðu sína í þeim efnum.
Frá þessu er sagt á fréttavefnum Thelocal.se en skoðanakönnunin var gerð af sænsku hagstofunni.