Fengu ekki rétt hjarta eftir krufningu

Foreldrar unga mannsins fengu ekki hjarta sonar síns þegar lík …
Foreldrar unga mannsins fengu ekki hjarta sonar síns þegar lík hans var flutt frá Grikklandi. Morgunblaðið/Eggert

Foreldrar bandarísks sjóliða hafa nú höfðað mál á hendur grísku ríkisstjórninni og spítala í Aþenu á Grikklandi. Þegar þau fengu lík sonar síns til baka eftir krufningu vantaði hjartað í líkið. Hafa þau einnig stefnt varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu.

Yfirvöld segja að ungi maðurinn, var 21 árs þegar hann lét lífið, hafi skotið sjálfan sig í veislu í bandarísku sendiráði á síðasta ári. Krufning var gerð á spítala í Aþenu og var hjartað fjarlægt úr líkinu að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins á Grikklandi. Hann vildi aftur á móti ekki greina frá því hvert var farið með hjartað.

Foreldrar unga mannsins segja að þau hafi síðar fengið hjarta, en það hafi þó ekki verið hjarta sonar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert