Lækningin felst í fangelsun

AFP

Það þurfti ekki meira en rifrildi við föður til þess að Din Muhammed var látinn dúsa hlekkjaður í klefa í helgidómi í Afganistan í fjörtíu daga.

Um var að ræða „lækningu“ af hefðbundnum sið í Mia Ali Baba helgidómnum sem er skammt frá borginni Jalalabad. Með þessu átti að lækna hann af illum öndum.

Margir Afganar trúa því enn að eina lækningin við andlegum veikindum sé að láta viðkomandi dvelja langdvölum í fangaklefum í helgidómnum. Eins ef losa þarf viðkomandi við illa anda.

„Ég deildi harkalega við föður minn,“ segir Muhammed í samtali við AFP fréttastofuna þar sem hann sat á skítugu teppi hlekkjaður á ökklum og úlnliðum. „Ég tók pening frá honum til að kaupa vélhjól. Mér líður illa og ég er reiður út í hann fyrir að hafa sett mig hingað.“

Muhammed, sem er fyrrverandi hermaður í her Afganistan, er lokaður inni í klefa en í helgidómnum er að finna tuttugu slíka klefa. Þar er enga kælingu að finna á sumrin og enga kyndingu á vetrum.

Yfirmaður helgidómsins, Malik, segir í samtali við AFP fréttastofuna að Muhammed þurfi að losna við illa anda og það sé gert með því að láta hann dúsa í klefanum í fjörtíu daga. „Þegar einhver er sýktur af illum öndum lesum við vers úr kórarninum og giftar konur sem ekki eiga börn gefa þeim verndargripi til þess að láta andana hverfa,“ segir Malik og bætir við að þetta hafi verið í gert í 360 ár og þúsundir hafi læknast.

Eina fæðan sem þeir fá sem eru látnir dúsa í klefa í fjörtíu daga er brauð en auk þess fá þeir soð sem búið er til úr geitahausum en það á að fullkomna andahreinsunina.

En það eru ekki allir sem eru svo heppnir að sleppa úr fangelsuninni því margir þola ekki álagið auk þess sem fjölskyldur sumra koma aldrei að sækja þá svo þeir enda með því að deyja í klefum sínum.

Þessi maður á við andleg veikindi að stríða og var …
Þessi maður á við andleg veikindi að stríða og var ákveðið að senda hann í læknismeðferð í klefa í Mia Ali Baba helgidómnum. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert