17 létust í árás í Jemen

Sautján lét­ust í dróna­árás, sem gerð er með mann­laus­um flaug­um, sem Banda­ríkja­her gerði á bíla­lest sem var á leið í brúðkaup í Jemen í gær. Flest­ir þeirra sem lét­ust eru al­menn­ir borg­ar­ar með eng­in tengsl við hryðju­verka­sam­tök. Mik­il reiði er meðal al­menn­ings í Jemen en svo virðist sem ein­ung­is tveir hinna látnu hafi tengsl Al-Qa­eda sam­tök­in.

Árás­in var gerð í ná­grenni bæj­ar­ins Rada og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Banda­ríkja­her var talið að hryðju­verka­menn væru á ferð. Nöfn tveggja þeirra sem lét­ust hafa verið gef­in upp, Sa­leh al-Tays og Abdullah al-Tays en þeir voru áður fyrr á lista yfir meinta Al-Qa­eda liða hjá stjórn­völd­um í Jemen.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert