Harry Bretaprins og hópur fatlaðra hermanna frá Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu munu ljúka 320 kílómetra göngu sinni að suðurpólnum í dag ef allt gengur eftir. Í fyrstu var hópnum skipt í þrennt og keppni var þeirra á milli. Það reyndist of mikið álag fyrr hermennina sem eiga það allir sameiginlegt að hafa særst í stríðsátökum og m.a. misst útlimi.
Hópurinn ákvað þó að halda göngunni áfram.
Harry er 29 ára. Hann er þyrluflugmaður í breska hernum. Hann sagði að göngunni yrði lokið í dag, föstudaginn 13., „óhappadagur fyrir suma - happadagur fyrir okkur.“
Hann segir að nokkuð hafi dregið úr vindi. „Ég held að allir séu svolítið þreyttir,“ segir hann.
Hópurinn hefur m.a. þurft að þola 35 stiga frost og mikinn vind. Hermennirnir æfðu sig m.a. fyrir gönguna hér á landi og eru starfsmenn á vegum Arctic Trucks í fylgdarliði þeirra á pólnum.