Eltu ökumann og skutu hann

Hér má sjá ökumanninn við bíl sinn aðeins augnablikum áður …
Hér má sjá ökumanninn við bíl sinn aðeins augnablikum áður en hann var skotinn. Skjáskot af Sky

Lögreglumenn í Bandaríkjunum skutu ökumann bifreiðar sem þeir höfðu elt um þrjú lögregluumdæmi í um klukkustund. Eftirförin endaði með því að maðurinn ók bifreið sinni á annan bíl.

Á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar má sjá myndskeið þar sem ökumaðurinn sést fara út úr Corvette-bíl sínum og grípa svo um magann. Hann féll svo í götuna eftir að lögreglumennirnir hófu að skjóta á hann.

Sky hefur ekki heimildir um líðan mannsins sem var fluttur á sjúkrahús.

Eftirförin endaði í Los Angeles er ökumaðurinn ók á bíl á gatnamótum.

Eftirförin var sýnd í beinni útsendingu og hér að neðan má sjá myndskeið af atburðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert