Evrópusambandið sleit samningaviðræðum við Úkraínu um aðild að sambandinu í morgun. Að minnsta kosti 200 þúsund stuðningsmenn Evrópusambandsins komu saman í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag til mótmæla. Mótmæli í höfuðborg Úkraínu undanfarnar vikur hafa nánast lamað allt athafnalíf þjóðarinnar þar sem 46 milljónir búa, en mótmælendur krefjast þess að Viktor Janúkóvítsj fari frá völdum.
Stefan Fuele, stækkunarstjóri ESB, lét hafa eftir sér að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema skýr vilji stjórnvalda í Kænugarði væri fyrir hendi. Slit samningaviðræðna Úkraínu við Evrópusambandið voru upphafið að mótmælunum í Kænugarði fyrir rúmum þremur vikum.