Hvalaverndunarsamtökin Sea Shepherd í Ástralíu eru að undirbúa brottför úr höfn í Melbourne og Hobart á næstu dögum en ferðinni er heitið á hvalveiðislóðir Japana við Suðurskautslandið.
Að sögn skipstjórans á skipi Sea Sheperd, Steve Irwin, er engin spurning um að samtökin muni trufla veiðar Japana líkt og undanfarin ár þrátt fyrir að Paul Watson, forsprakki samtakanna geti ekki verið með í ár vegna þess að hann er eftirlýstur af Bandaríkjamönnum. Mun skipið, Steve Irwin, væntanlega leggja úr höfn frá Melbourne síðar í dag og á næstu dögum bætast tvö skip samtakanna í hópinn.
Sea Shepherd samtökin hafa truflað veiðar Japana í mörg ár og í fyrra var veiðin mun minni heldur en áætlað var vegna lítils friðs við veiðarnar. Er talið að Japanar muni halda uppi kröftugri vörnum í ár en áður hefur þekkst.