Nýnasistar ráðast á mótmælendur

Hóp­ur nýnas­ista réðst til at­lögu gegn hópi fólks sem mót­mælti kynþátt­aníði í Stokk­hólmi í Svíþjóð í gær. Tveir mót­mæl­end­ur slösuðust í árás­inni og tveir lög­reglu­menn.

Sam­kvæmt CNN og sænsk­um fjöl­miðlum tóku um fjör­tíu nýnas­ist­ar þátt í árás­inni, köstuðu grjóti, flösk­um og log­andi flug­eld­um á um 200 manna hóp sem tók þátt í skipu­lögðum mót­mæl­um gegn kynþátt­aníði og fjölg­un nýnas­ista í borg­inni, að sögn tals­manns lög­regl­unn­ar í Stokk­hólmi.

Í frétt DN kem­ur fram að 28 hafi verið hand­tekn­ir vegna máls­ins í Stokk­hólmi en þeir sem urðu skot­mark nýnas­ista kvarta und­an því hversu seint og illa lög­regl­an brást við árás­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert