Evrópuríki sem eiga landamæri að Kalíníngrad-héraði Rússlands eru áhyggjufull vegna frétta þess efnis að rússnesk stjórnvöld hafi komið þar upp flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn.
Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að bæði að yfirvöld í Litháen og Póllandi hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessum áhyggjum er komið á framfæri.
Stjórnvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fréttir, en þau halda því fram að þau séu í fullum réttindi að koma upp flugskeytum í héraðinu, sem er vestast í Rússlandi.
Rússar hafa áður hótað að færa Iskandar-eldflaugavarnakerfið, sem getur skotið skammdrægum flugskeytum, til Kalíníngrad til að bregðast við eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu, en Rússar líta á eldflaugavarnaskjöldinn sem hótun.
Þetta var eitt helsta átakamál Rússa og Bandaríkjamanna í forsetatíð George W. Bush og Vladirmír Pútín.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, reyndi að nústilla samskipti ríkjanna og lét endurskoða uppsetningu eldflaugavarnakerfisins. Það er þó enn á borðinu en í breyttri mynd og það heldur áfram að angra rússnesk stjórnvöld.