Stjórnvöld í Brasilíu hafa ákveðið að kaupa nýjar orrustuþotur frá Svíþjóð í staðinn fyrir að skipta við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) í Brasilíu hafi haft áhrif á þá ákvörðun að kaupa ekki þotur frá Bandaríkjunum en njósnir NSA beindust meðal annars að brasilískum ráðamönnum.
Samningurinn hljóðar upp á 4,5 milljarða dollara og 36 orrustuþotur frá sænska fyrirtækinu Saab. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 30% þegar fréttirnar bárust. Haft er eftir David Fleischer, stjórnmálafræðingi við University of Brasilia, að Boeing hafi verið við það að landa samningnum þegar upplýst var um njósnir NSA.