Kaupa sænskar þotur vegna njósna

Sænsk orrustuþota af gerðinni JAS 39 Gripen.
Sænsk orrustuþota af gerðinni JAS 39 Gripen. Wikipedia

Stjórnvöld í Brasilíu hafa ákveðið að kaupa nýjar orrustuþotur frá Svíþjóð í staðinn fyrir að skipta við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) í Brasilíu hafi haft áhrif á þá ákvörðun að kaupa ekki þotur frá Bandaríkjunum en njósnir NSA beindust meðal annars að brasilískum ráðamönnum.

Samningurinn hljóðar upp á 4,5 milljarða dollara og 36 orrustuþotur frá sænska fyrirtækinu Saab. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 30% þegar fréttirnar bárust. Haft er eftir David Fleischer, stjórnmálafræðingi við University of Brasilia, að Boeing hafi verið við það að landa samningnum þegar upplýst var um njósnir NSA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert