Kodorkovskí kominn til Þýskalands

Míkhaíl Kodorkovskí (t.v) ræðir við Hans-Dietrich Genscher, sem er fyrrverandi …
Míkhaíl Kodorkovskí (t.v) ræðir við Hans-Dietrich Genscher, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín í dag. AFP

Míkhaíl Kodorkovskí, sem var eitt sinn auðugasti maður Rússlands, er nú kominn til Þýskalands eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti náðaði hann. Kodorkovskí hefur setið á bak við lás og slá í áratug. Þegar honum var sleppt flaug hann til Þýskalands.

Kodorkovskí, sem er fimmtugur, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar lausnar hans úr fangelsi. Hann staðfesti að hann hefði beðið Pútin um að náða sig af fjölskylduástæðum, en móðir hans er veik. 

Hann viðurkenndi ekki sök og vísaði í yfirlýsingunni til þeirra sem „eru ranglega dæmdir og halda áfram að vera ofsóttir“ í málinu. 

Pútín sagðist hafa skrifa undir náðarbeiðnina af mannúðarástæðum. 

Kodorkovskí, sem er fyrrverandi forstjóri olíufyrirtækisins Yukos, sem er ekki lengur starfandi, var eitt sinn auðugasti maður Rússlands og hann notaði auð sinn til að fjármagna stjórnarandstöðuflokka.

Hann var dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik og þjófnað. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í dag vera ánægð með það að Kodorkovskí væri laus úr haldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert