48% Svía vilja að Karl Gústaf Svíakonungur segi af sér og að dóttir hans, Viktoría, taki við sem þjóðhöfðingi Svíþjóðar. Aðeins 39% vilja að konungurinn haldi áfram að gegn stöðu sinni.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Ipsos-stofnunin gerði fyrir dagblaðið Dagens Nyheter. Samkvæmt könnuninni vilja aðeins 64% að Svíþjóð verði áfram konungdæmi. Árið 2010 voru um 70% hlynntir konungdæminu. Þeir sem yngri eru eru andsnúnari konungdæminu en þeir sem eldri eru.
Karl Gústaf hefur verið konungur í Svíþjóð í 40 ár.