Að minnsta kosti 25 létust í loftárás sem var gerð á sýrlensku borgina Aleppo í dag. Á meðal hinna látnu er sex börn. Stjórnarherinn hefur staðið fyrir loftárásum á borgina í viku með þeim afleiðingum að mörg hundruð hafa fallið. Þetta segja samtökin The Syrian Observatory for Human Rights.
Samtökin, sem hafa aðsetur í Bretlandi, treyst á upplýsingar frá aðgerðarsinnum og öðrum sjónarvottum í Sýrlandi. Þau segja að 17 hafi særst lífshættulega þegar herflugvél sleppti sprengjum yfir hverfið Hanano.
Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að tala látinna í Hanano muni mögulega fara hækkandi.
Fyrr í dag sleppti sýrlenski loftherinn sprengjum á nokkur svæði í Aleppo og á svæðum í námunda við borgina.