Alsírbúar reiðir vegna brandara

Francois Hollande forseti Frakklands.
Francois Hollande forseti Frakklands. KENZO TRIBOUILLARD

Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, reyn­ir nú að sefa reiði Als­írs­manna, en þeir eru reiðir vegna brand­ara sem hann sagði í síðustu viku. Brand­ar­inn gekk út á að Als­ír væri hættu­legt land.

Þegar Hollande hélt ræðu hjá sam­tök­um gyðinga í Frakklandi í síðustu viku sagði hann að Manu­el Valls inn­an­rík­is­ráðherra hefði snúið heim heill á húfi eft­ir heim­sókn til Als­írs. „Það má segja að það sé af­rek,“ sagði Hollande glott­andi.

Þetta finnst Als­írs­mönn­um ekki fyndið. Dag­blöð í Als­ír hafa verið með um­mæl­in á forsíðu. For­seta­embættið í Frakklandi sendi í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að öll­um sé kunn­ugt um Hollande haldið mikið upp á Als­ír og Als­írs­menn njóti virðing­ar hans. Hann seg­ist sjá eft­ir um­mæl­um sín­um og hafi sent Abdelaziz Bou­teflika bréf þar sem hann biðst af­sök­un­ar.

Frakk­ar stýrðu Als­ír ára­tug­um sam­an. Bar­átta Als­írs­búa fyr­ir sjálf­stæði á ár­un­um 1954-1962 kostaði um 1,5 millj­ón­ir Als­írs­manna lífið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert