Francois Hollande, forseti Frakklands, reynir nú að sefa reiði Alsírsmanna, en þeir eru reiðir vegna brandara sem hann sagði í síðustu viku. Brandarinn gekk út á að Alsír væri hættulegt land.
Þegar Hollande hélt ræðu hjá samtökum gyðinga í Frakklandi í síðustu viku sagði hann að Manuel Valls innanríkisráðherra hefði snúið heim heill á húfi eftir heimsókn til Alsírs. „Það má segja að það sé afrek,“ sagði Hollande glottandi.
Þetta finnst Alsírsmönnum ekki fyndið. Dagblöð í Alsír hafa verið með ummælin á forsíðu. Forsetaembættið í Frakklandi sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að öllum sé kunnugt um Hollande haldið mikið upp á Alsír og Alsírsmenn njóti virðingar hans. Hann segist sjá eftir ummælum sínum og hafi sent Abdelaziz Bouteflika bréf þar sem hann biðst afsökunar.
Frakkar stýrðu Alsír áratugum saman. Barátta Alsírsbúa fyrir sjálfstæði á árunum 1954-1962 kostaði um 1,5 milljónir Alsírsmanna lífið.