Snowden: Mínu verki er lokið

Edward Snowden
Edward Snowden Mynd/The Guardian

„Fyr­ir mína parta, þá lít ég svo á að verki mínu sé lokið,“ sagði upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en í viðtali við Washingt­on Post í vik­unni. Viðtalið var hans fyrsta síðan í júní á þessu ári þegar hann hlaut tíma­bundið hæli í Rússlandi. 

„Um leið og blaðamenn gátu farið að sinna störf­um sín­um þökk sé mér, þá var búið að rétt­læta það sem ég hafði gert,“ sagði Snowd­en enn­frem­ur. „Ég vildi nefni­lega ekki breyta sam­fé­lag­inu, held­ur veita sam­fé­lag­inu mögu­leika á því að breyta sér sjálft.“ 

„Ég starfa ennþá í þeirra þágu. Þeir vita það bara ekki sjálf­ir“

Viðtalið birt­ist nokkr­um dög­um eft­ir að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna gaf það út að hann ætli að láta end­ur­skoða starf­semi þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, NSA. Snowd­en, sem áður starfaði fyr­ir NSA seg­ist ekki vinna gegn hags­mun­um Banda­ríkj­anna. „Ég er ekki að reyna að eyðileggja þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ina, ég starfa ennþá í þeirra þágu. Þeir vita það bara ekki sjálf­ir.“ Hann seg­ir að leynd­ar­hyggja stofn­un­ar­inn­ar hafi leitt til þess að hann hafi séð sig knú­inn til að upp­ljóstra um leynd­ar­mál stofn­un­ar­inn­ar. Þá hafi þeir skor­ast und­an ábyrgð sem áttu að bera hana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert