Snowden: Mínu verki er lokið

Edward Snowden
Edward Snowden Mynd/The Guardian

„Fyrir mína parta, þá lít ég svo á að verki mínu sé lokið,“ sagði uppljóstrarinn Edward Snowden í viðtali við Washington Post í vikunni. Viðtalið var hans fyrsta síðan í júní á þessu ári þegar hann hlaut tímabundið hæli í Rússlandi. 

„Um leið og blaðamenn gátu farið að sinna störfum sínum þökk sé mér, þá var búið að réttlæta það sem ég hafði gert,“ sagði Snowden ennfremur. „Ég vildi nefnilega ekki breyta samfélaginu, heldur veita samfélaginu möguleika á því að breyta sér sjálft.“ 

„Ég starfa ennþá í þeirra þágu. Þeir vita það bara ekki sjálfir“

Viðtalið birtist nokkrum dögum eftir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna gaf það út að hann ætli að láta endurskoða starfsemi þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA. Snowden, sem áður starfaði fyrir NSA segist ekki vinna gegn hagsmunum Bandaríkjanna. „Ég er ekki að reyna að eyðileggja þjóðaröryggisstofnunina, ég starfa ennþá í þeirra þágu. Þeir vita það bara ekki sjálfir.“ Hann segir að leyndarhyggja stofnunarinnar hafi leitt til þess að hann hafi séð sig knúinn til að uppljóstra um leyndarmál stofnunarinnar. Þá hafi þeir skorast undan ábyrgð sem áttu að bera hana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert