Ísraelskar herþotur gerðu í dag loftárásir á miðstöð Hamas á Gasa-svæðinu. A.m.k. ein palestínsk stúlka féll í árásinni. Loftárásirnar eru gerðar í kjölfar þess að Ísraelsmaður lést í dag af skotsárum eftir að leyniskytta skaut á hann.
Stúlkan sem lést var þriggja ára gömul. Móðir hennar og tveir bræður hennar særðust í árásinni.
Benjamin Netanyahu sagði fyrr í dag að Ísraelsmenn myndu bregðast hart við árásinni á hermanninn.
Skærur á landamærum Ísraels og Gaza hafa verið tíðar að undanförnu. Á föstudaginn skutu hermenn frá Ísrael 22 ára gamall Palestínumann til bana.