Miskunnsemin bönnuð

Köttur.
Köttur. Wikipedia Commons

Fyrirspurn hefur verið lögð fram á ítalska þinginu vegna máls liðsforingja í varaliði hersins er kom fyrir herrétt í liðinni viku fyrir að hafa brotið reglur og bjargað lífi deyjandi kattar, að sögn Guardian. Barbara Balanzoni lautinant starfar nú sem svæfingalæknir í Toscana en var um hríð læknir á herstöð Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Kosovo. Hún gæti að óbreyttu þurft að afplána minnst ár í fangelsi hersins.

Fullyrt var að Balanzoni hefði hunsað skipun sem yfirmaður hennar gaf út í maí 2012 um að hermenn í stöðinni mættu alls ekki „koma með villt dýr, flökkudýr eða eigendalaus dýr“ inn í herstöðina.

Sjálf segir Balanzoni að hún hafi farið eftir fyrirmælum um að taka sjálf ákvörðun þegar dýralæknir stöðvarinnar, sem var á Ítalíu, væri ekki á staðnum. Hún hafi því gripið inn eftir að hermaður hafði hringt frá sjúkrastofu stöðvarinnar og lýst ótta sínum vegna óhljóðanna sem kötturinn, er gengur nú undir nafninu Agata, gaf frá sér. Venjulega hélt kötturinn til á þaki stofunnar.

„Það eru margir kettir í stöðinni,“ sagði hún. „Fræðilega séð eru þetta flökkukettir en í reynd eiga þeir heima þarna.“

Í ljós kom að Agata gat ekki gotið síðasta kettlingnum sínum sem var andvana og hefði hún því drepist ef ekki hefði verið gripið inn. Ef Agata hefði drepist hefði orðið að sótthreinsa svæðið og ekki hefði verið hægt að fóðra kettlingana sem lifðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert