Miskunnsemin bönnuð

Köttur.
Köttur. Wikipedia Commons

Fyr­ir­spurn hef­ur verið lögð fram á ít­alska þing­inu vegna máls liðsfor­ingja í varaliði hers­ins er kom fyr­ir her­rétt í liðinni viku fyr­ir að hafa brotið regl­ur og bjargað lífi deyj­andi katt­ar, að sögn Guar­di­an. Barbara Bal­anzoni laut­in­ant starfar nú sem svæf­inga­lækn­ir í Toscana en var um hríð lækn­ir á her­stöð Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, í Kosovo. Hún gæti að óbreyttu þurft að afplána minnst ár í fang­elsi hers­ins.

Full­yrt var að Bal­anzoni hefði hunsað skip­un sem yf­ir­maður henn­ar gaf út í maí 2012 um að her­menn í stöðinni mættu alls ekki „koma með villt dýr, flökku­dýr eða eig­enda­laus dýr“ inn í her­stöðina.

Sjálf seg­ir Bal­anzoni að hún hafi farið eft­ir fyr­ir­mæl­um um að taka sjálf ákvörðun þegar dýra­lækn­ir stöðvar­inn­ar, sem var á Ítal­íu, væri ekki á staðnum. Hún hafi því gripið inn eft­ir að hermaður hafði hringt frá sjúkra­stofu stöðvar­inn­ar og lýst ótta sín­um vegna óhljóðanna sem kött­ur­inn, er geng­ur nú und­ir nafn­inu Agata, gaf frá sér. Venju­lega hélt kött­ur­inn til á þaki stof­unn­ar.

„Það eru marg­ir kett­ir í stöðinni,“ sagði hún. „Fræðilega séð eru þetta flökku­kett­ir en í reynd eiga þeir heima þarna.“

Í ljós kom að Agata gat ekki gotið síðasta kett­lingn­um sín­um sem var and­vana og hefði hún því drep­ist ef ekki hefði verið gripið inn. Ef Agata hefði drep­ist hefði orðið að sótt­hreinsa svæðið og ekki hefði verið hægt að fóðra kett­ling­ana sem lifðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert