Björgunarskipið situr sjálft fast

Rússneska rannsóknarskipið Shokalskiy situr fast í ísnum við Suðurskautið
Rússneska rannsóknarskipið Shokalskiy situr fast í ísnum við Suðurskautið Mynd/AFP

Á mbl.is mátti áðan lesa frétt um kínverska ísbrjótinn sem var á leiðinni að bjarga rússneska rannsóknarskipinu Shokalskiy, sem situr fast í ís austur af Suðurskautslandinu. Erfitt veður hefur gert ísbrjótinum erfitt fyrir og þá sérstaklega sterkir vindar. Ísbrjóturinn kemst því ekki nær skipinu og mun því björgunin tefjast um drjúga stund, sennilega um tvo daga. 

Á vef cnn.com er haft eftir áhafnarmeðlimi að áhöfn Shokalskiy sé við góða heilsu. „Það er í lagi með skipið, við erum örugg og öllum líður vel,“ sagði áhafnarmeðlimurinn áður en hann bætti við: „Jólahaldið okkar hefur verið mjög skemmtilegt.“ Shokalskiy festist í ísnum eldsnemma á jóladag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert