Gaf milljarða fyrir sjálfsmorð sitt

Robert W. Wilson
Robert W. Wilson Mynd/Bloomberg

Robert Wilson, 87 ára stjórnandi vogunarsjóðs og milljarðamæringur, framdi sjálfsvíg á Þorláksmessu. Það hefur vakið athygli að hann gaf allar eigur sínar, sem voru um 800 milljónir bandaríkjadala, til góðgerðarmála áður en hann lést. 

Meðal þess sem hann gaf til var náttúruverndarstofnunin Environmental defense fund, sem berst gegn hlýnun jarðar. Fred Krupp, formaður stofnunarinnar sagði Wilson hafa verið gáfaðan mann sem vissi hvernig heimurinn væri að þróast. Það hafi hann sýnt, bæði í viðskiptum og í góðgerðarmálum. Wilson veitti stofnuninni 100 milljónir dala. 

Wilson fyrirfór sér með því að stökkva fram af San Remo byggingunni í New York þar sem hann bjó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka