Kanilsnúðarnir í hættu í Danmörku?

Girnilegir kanilsnúðar
Girnilegir kanilsnúðar

Eft­ir inn­leiðingu Dan­merk­ur á regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins mega bakst­ursvör­ur ekki inni­halda meira en 15 míkró­grömm af kanil. Þetta þýðir að hinir hefðbundnu kanil­snúðar verða ólög­leg­ir. Marg­ir Dan­ir eru ósátt­ir með þetta og krefjast þess að regl­un­um verði breytt. Regl­urn­ar áttu að taka gildi um ára­mót­in en dönsk yf­ir­völd hafa samþykkt að leyfa kanil­snúðana tíma­bundið fram í fe­brú­ar. 

Þegar Sví­ar inn­leiddu þessa lög­gjöf skil­greindu þeir kanil­snúðana sem „hefðbund­inn sænsk­an mat“ og er kanil­snúður­inn því und­anþeg­inn þess­um regl­um. Norðmenn hafa farið svipaða leið. 

Cour­mar­in í kanil get­ur valdið lifr­ar­skemmd­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert