Njósnir NSA úrskurðaðar löglegar

Merki þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA
Merki þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA Wikipedia Commons

Dóm­stóll í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um hef­ur úr­sk­urðað upp­lýs­inga­söfn­un NSA lög­lega. Söfn­un­in nær til næst­um allra sím­tala í land­inu. Dóm­ar­inn sagði að upp­lýs­inga­söfn­un­in, sem fram­kvæmd er með laga­stoð í 215. grein „pat­riot act,“ sem eru lög sem sett voru í land­inu í kjöl­far árás­anna á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber árið 2001, væri lög­leg. 

Úrsk­urður þessi geng­ur í ber­högg við ann­an úr­sk­urð sem féll fyr­ir tíu dög­um. Þar komst dóm­ari í Washingt­on að þeirri niður­stöðu að gagna­söfn­un NSA væri ólög­mæt og lýsti hann henni enn frem­ur sem „orwelli­an“.

Talið er lík­legt að spurn­ing­in um lög­mæti upp­lýs­inga­söfn­un­ar­inn­ar muni enda fyr­ir Hæsta­rétti lands­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert