Stjórnmálamaður drepinn í Líbanon

Mohammed Chatah, fyrrverandi fjármálaráðherra og ráðgjafi forsætisráðherra Líbanons, var drepinn í Beirút í dag. Bíll hans var sprengdur í loft upp nærri þinghúsinu í borginni.

Sprengingin var mjög öflug. Sjónvarpsstöðin Al-Jadeed segir að fjórir hafi látist í sprengingunni, en óttast er að sú tala eigi eftir að hækka. Margir særðust í sprengingunni.

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur aukið á spennuna í stjórnmálum í Líbanon. Sunni-múslimar í Líbanon styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi sem að stærstum hluta eru sunni-múslimar. Margir þeirra hafa tekið þátt í bardögum í Sýrlandi, en sumir þeirra hafa tengsl við al-Qaeda. Chatah var sunni-múslimi.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, er alavíti, en alvítar klufu sig frá shia-múslimum.

Sprengingin var mjög öflug.
Sprengingin var mjög öflug. AFP
Mohammed Chatah.
Mohammed Chatah.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert