Kona handtekin fyrir að keyra bíl

Konur mega ekki keyra í Sádi-Arabíu, en þær ögra lögunum …
Konur mega ekki keyra í Sádi-Arabíu, en þær ögra lögunum reglulega með skipulögðum mótmælum. AFP

Lög­regl­an í Sádi-Ar­ab­íu stöðvaði í dag för konu aðeins nokkr­um mín­út­um eft­ir að hún sett­ist und­ir stýri bíls í borg­inni Jeddah við Rauðahafið. Kon­um er bannað að keyra í Sádi-Ar­ab­íu en þær ögra nú ít­rekað lög­un­um.

Aðgerðarsinn­inn Eman al-Nafjan seg­ir í sam­tali við Afp að kon­an, Tama­dor al-Yami, hafi náð að keyra bíl­inn í 10 mín­út­ur áður en hún var stöðvuð. Tama­dor er hand­hafi alþjóðlegs öku­skír­tein­is og með henni í bíln­um var önn­ur kona sem tók aðgerðirn­ar upp á mynd­band.

Lög­regl­an kallaði eig­in­mann Tama­dor á vett­vang og var hún lát­in skrifa und­ir eið þess að hún myndi aldrei keyra fram­ar án sádi-ar­ab­ísks öku­skír­tein­is. Slík skír­teini eru hins­veg­ar ekki gef­in út fyr­ir kon­ur í rík­inu enda fá þær ekki inn­göngu í öku­nám.

Í aust­ur­hluta Sádi-Ar­ab­íu, Khob­ar, sett­ist önn­ur kona und­ir stýri í dag og keyrði í tvær klukku­stund­ir með eig­in­mann sinn í farþega­sæt­inu. Þau voru ekki stöðvuð af lög­reglu.

Aðgerðarsinn­ar segja að dag­ur­inn í dag hafi verið val­inn til mót­mæl­anna vegna tákn­rænn­ar dag­setn­ing­ar, því fyr­ir rúm­um ára­tug hafi bar­átt­an fyr­ir öku­rétt­ind­um kvenna haf­ist á þess­um degi.

Sádi-Ar­ab­ía er eina ríki heims þar sem kon­um er al­farið bannað að keyra bíl. Síðast var gripið til skipu­legra mót­mælaaðgerða gegn bann­inu 26. októ­ber og voru þá 16 kon­ur stöðvaðar af lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert