„Svartar ekkjur“ enn á kreiki í Rússlandi

00:00
00:00

Rúss­nesk yf­ir­völd segja að það hafi verið 26 ára göm­ul kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp í lest­ar­stöðinni í Volgograd í dag, sem varð til þess að minnst 16 létu lífið. Kon­ur standa í aukn­um mæli bak við hryðju­verk í Rússlandi. Frá alda­mót­um hafa minnst 50 „svart­ar ekkj­ur“ fórnað lífi sínu til slíkra verka.

Kon­an er sögð hafa sprengt sprengj­una eft­ir að hafa verið stöðvuð af lög­reglu í málm­leit­ar­hliði við inn­gang­inn. Lest­ar­stöðin var full af fólki á ferðalagi fyr­ir ára­mót­in.

Stjórn­völd hafa áhyggj­ur af því að skæru­liðar­hóp­ar muni grípa til auk­ins of­beld­is eft­ir því sem nær dreg­ur Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Sochi, en þeir hefjast eft­ir 6 vik­ur.

Stríðshrjáðar kon­ur frá Kák­a­sus

Ræt­ur svörtu ekkn­anna liggja í hinu stríðshrjáða sjálf­stjórn­ar­lýðveldi Tsjet­sjen­íu, að sögn Ju­lie Wil­helmsen, sér­fræðings í mál­efn­um Norður-Kák­a­sus hjá NUPI-rann­sókn­ar­stofn­un­inni í Ósló. 

Tvö blóðug stríð hafa geisað í Tsjet­sjen­íu eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna, hið fyrra á ár­un­um 1994 til 1996 og hið síðara 1999 til 2003.

„Þegar síðara stríðið hófst var það kallað aðgerðir gegn hryðju­verk­um, en það var í raun­inni stríð. Sprengj­um var varpað á stór svæði, pynt­ing­ar voru út­breidd­ar sem og af­tök­ur án dóms og laga. Þar ríkti harðstjórn. Það var erfitt fyr­ir tsjet­sjenska karl­menn að kom­ast út af svæðinu, svo lausn­in var að fá kon­ur í sjálfs­morðssprengju­árás­ir því þeim var hleypt í gegn­um ör­ygg­is­hliðin,“ seg­ir Wil­helmsen í sam­tali við Af­ten­posten.

Svipað mynstur hef­ur einnig sést í rúss­neska lýðveld­inu Dagest­an, þar sem ýms­ar skæru­liðahreyf­ing­ar beita sömu meðulum.

Hafa margs að hefna og litlu að tapa

Wil­helmsen seg­ir að kon­urn­ar séu knún­ar af reiði vegna alls þess sem þær hafa átt og misst í stríðunum. Marg­ar þeirra séu vilj­ug­ar til að ger­ast sjálfs­morðssprengju­menn. Þær hafi margs að hefna og litlu að tapa.

Á meðan stríðsherr­ar Tsjet­sjen­íu láta lítið fyr­ir sér fara hafa kon­urn­ar reynst gagn­leg­ir út­send­ar­ar í bar­átt­unni gegn yf­ir­valdi Rúss­lands. Wil­helmsen seg­ir að fá­tæk­ar kon­ur hafi líka verið mis­notaðar, en þó ekki í sama mæli og rúss­nesk yf­ir­völd vilja vera láta.

„Áróðursút­gáf­an er sú að þetta séu upp­dópaðar kon­ur sem hafi verið þvingaðar til verks­ins. En það gef­ur ranga mynd af raun­veru­leik­an­um. Þetta er stríð upp á líf og dauða,“ seg­ir Wil­helmsen.

Fyrstu hryðju­verk­in sem „svörtu ekkj­urn­ar“ tóku þátt í voru fram­in í Tsjet­sjen­íu, en þær færðu út kví­arn­ar þegar rúm­lega 800 manns voru tek­in gísl­ingu í Dubrovka-leik­hús­inu í Moskvu 2002. Þá skipuðu 19 svart­ar ekkj­ur - með sprengju­belti und­ir svört­um kufl­in­um - sér í sveit með 22 körl­um og tóku húsið á sitt vald.

Rúss­nesk­ar sér­sveit­ir felldu alla hryðju­verka­menn­ina eft­ir 57 klukku­stunda umsát­ur með því að dæla sterku gasi inn í húsið. 129 gísl­ar týndu lífi í aðgerðunum.

Þá má nefna gíslatöku í grunn­skóla í Besl­an í Norður-Os­se­tíu árið 2004. Tvær kon­ur tóku þátt í skipu­lagn­ing­unni en voru drepn­ar af eig­in liðsmönn­um þegar þær mót­mæltu því að gísl­arn­ir yrðu tekn­ir í grunn­skóla. Alls létu 334 lífið í þeim hryðju­verk­um, þar af 180 börn.

Þá létu yfir 40 manns lífið þegar tvær ung­ar stúlk­ur frá Dagest­an gerðu sjálfs­morðssprengju­árás í neðanj­arðarlest­ar­kerfi Moskvu. Í októ­ber í haust sprengdi svo ung kona sjálfa sig í loft upp í stræt­is­vagni í Volgograd, og drap 6 farþega í leiðinni.

Pútín heit­ir ör­yggi á Ólymp­íu­leik­un­um

Ótt­inn við frek­ari hryðju­verk er mjög mik­ill í Rússlandi núna, vegna Ólymp­íu­leik­anna framund­an. Nokkr­ir skæru­liðahóp­ar á Kák­a­sus­svæðinu hafa hótað því að láta til skar­ar skríða gegn leik­un­um.

Mark­mið þeirra er að stofna íslamskt ríki í Norður-Kák­a­sus. Leiðtogi þeirra, Doku Umar­ov, hef­ur kallað eft­ir því að árás­um verði beint gegn al­menn­um borg­ur­um og reynt eft­ir öll­um leiðum að koma í veg fyr­ir að Ólymp­íu­leik­arn­ir verði haldn­ir.

Borg­in Volgograd, þar sem hryðju­verk­in voru fram­in í morg­un, er um 120 km frá verðandi Ólymp­íu­borg­inni Sochi. Vla­dimir Pútín hef­ur lýst því yfir að allt verði gert til að tryggja ör­yggi íþrótta­manna og áhorf­enda á leik­un­um. Örygg­is­gæsla í land­inu öllu verður auk­in veru­lega, ekki síst á lest­ar­stöðvum og flug­völl­um.

Dzennet Abdurakhmanova var 17 ára þegar hún gerði sjálfsmorðssprengjuárás á …
Dzenn­et Abdurak­hmanova var 17 ára þegar hún gerði sjálfs­morðssprengju­árás á neðanj­arðarlest­ar­kerfi Moskvu ásamt ann­arri ungri konu.
Lík fórnarlamba hryðjuverkanna við aðallestarstöðina í Volgogradí morgun.
Lík fórn­ar­lamba hryðju­verk­anna við aðallest­ar­stöðina í Volgogra­dí morg­un. AFP
Aðallestarstöðin í Volgograd þar sem hryðjuverk voru framin í morgun.
Aðallest­ar­stöðin í Volgograd þar sem hryðju­verk voru fram­in í morg­un. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert