Ekki sammála um tilurð heimsins

Um fjórðungur Bandaríkjamanna trúir því að maðurinn hafi skapað heiminn.
Um fjórðungur Bandaríkjamanna trúir því að maðurinn hafi skapað heiminn. AFP

Einn þriðji Bandaríkjamanna hafnar þróunarkenningunni og trúir því að maðurinn hafi verið til í þeirri mynd sem hann er nú í frá upphafi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem AFP-fréttastofan birtir. 

Um fjórðungur Bandaríkjamanna trúir því að guð hafi skapað heiminn en um 32% af þeim sem spurðir voru trúa því að þróunin komi til vegna eðlilegt ferlis, líkt og náttúruvals. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar.

54% repúblikana og 64% demókrata sögðust árið 2009 trúa á þróunarkenninguna. Í niðurstöðum könnunarinnar sem birt var nýlega kemur fram að 43% repúblikana séu hlynntir þróunarkenningunni en 67% demókrata.

Lengi hefur verið deilt um þróunarkenninguna í Bandaríkjunum en ekki eru allir sammála um hvað skuli kennt í skólum landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert