Ariel Sharon liggur banaleguna

Ariel Sharon þegar hann var forsætisráðherra árið 2005.
Ariel Sharon þegar hann var forsætisráðherra árið 2005. AFP

Heilsu Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur hrakað mjög og er hann nú í lífshættu að sögn lækna. Sharon, sem er 85 ára, hefur legið í dauðadái frá árinu 2006 en nokkur líffæri hans eru nú að gefa sig, þar á meðal nýrun.

Sharon var varnarmálaráðherra á 9. áratugnum og stýrði m.a. innrás Ísraels í Líbanon. Á meðan innrásinni stóð frömdu líbanskir skæruliðar, í bandalagi við Ísraelsher, fjöldamorð á hundruðum Palestínumanna í flóttamannabúðum í Beirút.

Ísraelsk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Sharon bæri persónulega ábyrgð á fjöldamorðunum. Engu að síður var hann kjörinn forsætisráðherra Ísraels 18 árum síðar, árið 2001.

Hann fékk vægt heilablóðfall árið 2005 og annað ári síðar og hefur verið í dauðadái síðan. BBC hefur eftir lækninum Zeev Rotstein við Tel Hashomer sjúkrahúsið að lífsnauðsynleg líffæri séu nú byrjuð að gefa sig og lífi hans sé ógnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert