Trúðar reyndust mannræningjar

Trúðar.
Trúðar. AFP

Lögregla í Morelia, í vesturhluta Mexíkó, handtók í dag tvo karlmenn um tvítugt sem unnu fyrir sér sem trúðar. Mennirnir sem eru þekktir undir trúðanöfnunum Pistachon og Freski Star rændu ungum karlmanni 18. desember sl. og kröfu fjölskyldu hans um lausnargjald.

Mennirnir voru handteknir í Morelia ásamt tveimur samverkamönnum þegar þeir sóttu greiðslu fyrir manninn. Þeir fóru upphaflega fram á jafnvirði 850 þúsund króna en samþykktu að dreifa greiðslum. Þeir fengu jafnvirði 170 þúsund króna í fyrstu greiðslu og töldu sig vera að sækja jafnvirði 230 þúsund króna til viðbótar þegar lögregla handtók þá.

Trúðarnir tveir eru taldir viðriðnir fleiri mannrán í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem trúðabúningar koma við sögu í glæpamálum í Mexíkó en í október síðastliðnum var umsvifamikill glæpamaður skotinn til bana af manni í trúðabúning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert