Var látinn bíða og missti eista

Ráðhúsið í Malmö í Svíþjóð.
Ráðhúsið í Malmö í Svíþjóð. Wikipedia

Fjarlægja þurfti eista úr sænskum dreng á níunda aldursári vegna þess að hann var látinn bíða of lengi eftir að fá læknisþjónustu. Drengurinn varð fyrir meiðslum í fótboltaleik og fór móðir hans með hann í skyndi á sjúkrahús í borginni Malmö í Svíþjóð.

Móðirin tilkynnti starfsfólkinu að drengurinn væri sárkvalinn en vakthafandi skurðlæknir var upptekinn við að sinna öðrum sjúklingi. Honum var því vísað til þvagfærasérfræðings sem taldi sig hins vegar ekki geta sinnt honum þar sem hann væri ekki barnalæknir. Fyrir vikið þurfti drengurinn að bíða í tvær og hálfa klukkustund þar til hann fékk loksins að tala við lækni. Hann var í kjölfarið drifinn í uppskurð en þá var orðið of seint að bjarga eistanu.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.se að í kjölfar atviksins hafi yfirmenn sjúkrahússins endurskoðað starfsreglur hans í þeim tilfellum þegar kalla þarf út lækna á bakvakt. Ennfremur verður framkvæmd ítarleg rannsókn á núverandi fyrirkomulagi þegar komið er með börn á sjúkrahúsið sem kvarta undan miklum sársauka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert