Deilt um stjórnarskrárbreytingar í Noregi

Málverk af fundinum á Eidsvoll árið 1814 þar sem stjórnarskrá …
Málverk af fundinum á Eidsvoll árið 1814 þar sem stjórnarskrá Norðmanna var samin Mynd/Wikipedia

Í þingnefndum norska Stórþingsins er um þessar mundir mikið deilt um framtíð stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrá landsins er frá árinu 1814 og er orðalag hennar afar torskilið fyrir almenning í landinu. Á þeim tíma þegar stjórnarskráin var samin var danska opinbert tungumál í landinu og litlar breytingar urðu á tungumálinu fram til ársins 1903. Það ár var orðalagi stjórnarskrárinnar breytt til þess að aðlaga hana betur að tungumálinu. 

Sem dæmi um gamaldags orðalag stjórnarskrárinnar má nefna að orðið „miljø“ (umhverfi) er ritað sem „milieu.“

Í maí á þessu ári fagnar stjórnarskráin 200 ára afmæli og hefur þingið áður samþykkt að þeim tímamótum skuli fagna með því að samþykkja einnig nýja stjórnarskrá á nýnorsku, og skal hún gilda jafnhliða stjórnarskránni á hinu hefðbundna bókmáli. 

Fulltrúar beggja hópa ræddu málin í sjónvarpi

Í dag mættust fulltrúar andstæðra sjónarmiða til þess að ræða málin í fréttum norska ríkissjónvarpsins. Martin Kolberg, fulltrúi verkamannaflokksins sagði það mikilvægt fyrir réttaröryggi í landinu að almenningur geti skilið stjórnarskrána án vandræða. Bætti Kolberg því við að orðalag stjórnarskrárinnar dragi úr áhuga margra laganema á stjórnskipunarrétti. Michael Tetzchner, fulltrúi íhaldsflokksins sagði að þrátt fyrir íhaldssamt orðalag séu breytingar á stjórnarskránni svo vand með farnar að ekki ætti að ráðast í heildstæða breytingu á öllum ákvæðum hennar með það fyrir sjónum að einfalda orðalagið. 

Stjórnarskrá Noregs frá árinu 1814
Stjórnarskrá Noregs frá árinu 1814 Mynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert