Lést er hann kastaði ösku í sjóinn

AFP

Björgunarmenn fundu í dag lík manns sem hefur verið saknað síðan í gær eftir að alda hreif hann, frænku hans og mág með sér út á sjó. Lögregla fann líkið á strönd við spænska bæinn Valdovino. Í spænskum fjölmiðlum kemur fram að maðurinn hafi verið 67 ára gamall.

Slysið átti sér stað þegar þau stóðu á kletti við sjóinn. Talið er að þau hafi ætlað að kasta ösku látins ættingja í sjóinn en hafi sjálf hafnað í sjónum. Tvær þyrlur hafa verið notaðar við leitina í dag. Vindasamt hefur verið á svæðinu í dag og ölduhæð mikil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert