10.000 mótmæltu í Jerúsalem

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP

Rúmlega 10.000 afrískir hælisleitendur mótmæltu fyrir utan ráðhúsið í Jerúsalem í dag, en þetta er fjórði dagurinn í röð sem hælisleitendurnir mótmæla að sögn lögreglu. „Við erum flóttamenn, við þurfum á vernd að halda,“ hrópaði fólkið. Micky Rosenfeld, talsmaður lögreglunnar, sagði að mótmælin hefðu farið friðsamlega fram, sérstaklega í ljósi þess hve margir tóku þátt.

Nokkrir héldu á spjöldum með slagorðunum „Við þurfum frelsi! Hættið kynþáttafordómum“ og „Virðið mannréttindi“, að sögn fréttaritara AFP-fréttastofunnar. Mótmælendurnir segja að stjórnvöld í landinu hafi hunsað þá. Þeir hvetja yfirvöld til þess að ræða mögulegar lausnir á málum innflytjenda í landinu.

Talið er að um 52.000 Afríkubúar dvelji ólöglega í Ísrael, flestir frá Súdan og Erítreu. Ríkisstjórn forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu leggur áherslu á að vísa þeim úr landinu og segir að vera þeirra í landinu ógni hinni gyðinglegu manngerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Wilhelm Emilsson: Æ
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert