Eitur í pitsum og lasagna

Hluti af framleiðslu japanska matvælafyrirtækisins Maruha Nichiro Holdings.
Hluti af framleiðslu japanska matvælafyrirtækisins Maruha Nichiro Holdings.

Meira en 1.000 Japanar hafa veikst eftir að hafa neytt frosinna skyndirétta sem innihéldu skordýraeitur. Lögregla rannsakar nú hvort maturinn hafi verið eitraður á kerfisbundinn hátt við framleiðsluna.

Aðallega er um er að ræða frosnar pitsur og lasagna frá dótturfyrirtæki Maruha Nichiro Holdings sem er stærsti framleiðandi sjávarfangs í Japan. Þeir sem hafa veikst hafa sýnt greinileg einkenni eitrunar, uppköst og niðurgang og níu mánaða gamalt barn er nú á sjúkrahúsi í Osaka-héraði eftir að hafa borðað maísbollur frá fyrirtækinu.

Lögregla hóf rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins í síðasta mánuði eftir að í ljós kom að frosin matvæli þess innihéldu eiturefnið malathion, sem notað er til að drepa blaðlýs á ökrum. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort eitrinu hafi verið bætt við matvælin í verksmiðju fyrirtækisins í Gumna, sem er norður af höfuðborginni Tókýó. 

Maruha Nichiro Holdings hefur innkallað 6,4 milljónir matarskammta frá því að upp komst um málið. Ekkert af þeim mat sem um ræðir var flutt úr landi.

Frétt mbl.is: Meindýraeitur í matnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert