Senn eru 100 ár liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldin hófst en sá atburður sem miðað er við að marki upphaf stríðsins er morðið á Frans Ferdinand ríkisarfa Austurríkis í Sarajevó þann 28. júní 1914. Unnið er að söfnun gagna, þar á meðal mynda, af þessu tilefni.
Marinette Chatelain, 93 ára dóttir hermanns sem barðist í stríðinu, ætlar að gefa myndir sem faðir hennar tók. Hún segir föður sinn hafa tekið mörg hundruð myndir en honum fannst mikilvægt að festa viðburðina á filmu.