Mega ekki nota veraldarvefinn

Frá Sómalíu.
Frá Sómalíu. AFP

Meðlimir hryðjuverkhópsins Shebab bönnuðu í dag íbúum á nokkrum svæðum í Sómalíu að nota internetið. Gáfu þeir öllum fyrirtækjum sem bjóða upp á netþjónustu fimmtán daga frest til að hætta sölu áskrifta.

Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem hlýði ekki og nýti sér veraldarvefinn, starfi með óvinunum. Áður hafði hópurinn stóran hluta suður- og miðhluta Sómalíu undir sinni stjórn en fyrir tveimur árum gáfu þeir eftir í Mogadishu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert