Helgaði Ísraelsríki líf sitt

Ariel Sharon
Ariel Sharon AFP

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og kona hans, Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna vottuðu Ariel Sharon virðingu sína, en hann lést í dag eftir að hafa legið í dái í átta ár. Sharon var forsætisráðherra Ísraelsríkis á árunum 2001 til 2006. Hann var 85 ára.

Obama og Clinton-hjónin sögðu Sharon hafa helgað Ísrael líf sitt. Clinton-hjónin sögðu það hafa verið heiður að vinna með honum, þræta við oann og fylgjast með honum reyna að finna réttu brautina fyrir þjóð sína í hvívetna.

John Boehner, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að hugur hans væri með ísraelsku þjóðinni, sem nú syrgir Sharon.

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, minntist hugrekkis Sharons þegar hann ákvað að kalla heim Ísraelsher frá Gaza-ströndinni árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert