Barack Obama, Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og kona hans, Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna vottuðu Ariel Sharon virðingu sína, en hann lést í dag eftir að hafa legið í dái í átta ár. Sharon var forsætisráðherra Ísraelsríkis á árunum 2001 til 2006. Hann var 85 ára.
Obama og Clinton-hjónin sögðu Sharon hafa helgað Ísrael líf sitt. Clinton-hjónin sögðu það hafa verið heiður að vinna með honum, þræta við oann og fylgjast með honum reyna að finna réttu brautina fyrir þjóð sína í hvívetna.
John Boehner, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að hugur hans væri með ísraelsku þjóðinni, sem nú syrgir Sharon.
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, minntist hugrekkis Sharons þegar hann ákvað að kalla heim Ísraelsher frá Gaza-ströndinni árið 2005.