Flugvél brotlenti í Þýskalandi

Frá Þýskalandi.
Frá Þýskalandi. AFP

Talið er að fjórir séu látnir eftir að lítil flugvél brotlenti í Þýskalandi. Vélin var á leið frá Englandi. Eldur logaði í vélinni þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang að sögn lögreglu.

Talið er að tveir flugmenn og tveir farþegar hafi verið í vélinni. Þoka var á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Rannsókn á slysinu er hafin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert