Þýska nóbelsskáldið Gunter Grass segir það ólíklegt að hann skrifi aðra bók. Í viðtali í þýska blaðinu Passauer Neue Presse, sem mun birtast á morgun, segir Grass að hann efist um að hann geti skrifað aðra bók, enda sé hann orðinn 86 ára gamall.
Segir hann í viðtalinu að hann verji nú tíma sínum frekar í það að teikna og mála vatnslitamyndir.
Grass hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1999, að því er segir í frétt AFP.