Vilja að Hollande geri hreint fyrir sínum dyrum

François Hollande og Julie Gayet. Um fátt er nú meira …
François Hollande og Julie Gayet. Um fátt er nú meira talað í Frakklandi en meint ástarsamband þeirra. AFP

Mikill þrýstingur er nú á François Hollande, forseta Frakklands, um að gera hreint fyrir sínum dyrum í einkalífi sínu eftir að fréttir bárust af meintu ástarsambandi hans við frönsku leikkonuna Julie Gayet. 

Orðrómur hafði verið um sambandið síðan í mars í fyrra, en það komst í hámæli eftir að tímaritið Closer birti umfjöllun um samskipti Hollandes og Gayets. Þar segir m.a. að þau hafi átt ástarfundi í lánsíbúð skammt frá forsetahöllinni. 

Sambýliskona Hollande, blaðamaðurinn Valerie Trierweiler, var lögð inn á sjúkrahús um helgina og er ástæðan sögð ofþreyta, lágur blóðþrýstingur og depurð. Vinir og ráðgjafar forsetans hafa ráðlagt honum að bregðast skjótt við og gera grein fyrir afstöðu sinni gagnvart Trierweiler. „Hann þarf að hreinsa andrúmsloftið,“ segir Thierry Mandon, talsmaður þingflokks Sósíalistaflokksins, flokks Hollande. 

Heimsótti Gayet á bifhjóli

Þar sem Trierweiler fær greiðslur frá franska ríkinu vegna stöðu sinnar sem maki forseta, þá þykir málið ekki vera einkamál þeirra sem í hlut eiga, um sé að ræða málefni sem komi allri þjóðinni við. Skoðanakannanir sýna reyndar að Frakkar eru reiðubúnir að fyrirgefa forsetanum framhjáhald, ef slíkt myndi sannast. 77% þjóðarinnar segja að ástarlíf hans sé hans einkamál, en þessar kannanir voru reyndar gerðar áður en Trierweiler lagðist inn á sjúkrahús. 

Margir hafa orðið til þess að benda á að Hollande virðist hafa farið ógætilega í einkalífi sínu. Hann hafi t.d. heimsótt Gayet án öryggisgæslu á bifhjóli þar sem hann var sat aftan á sem farþegi. Kynni þeirra hófust þegar hún kom fram í kosningaauglýsingu fyrir hann þar sem hún lýsti honum sem „auðmjúkum, einstökum og góðum hlustanda.“

Húsið þar sem ástarfundir þeirra Hollande og Gayet eru sagðir …
Húsið þar sem ástarfundir þeirra Hollande og Gayet eru sagðir hafa átt sér stað. AFP
Tímaritið Closer greindi frá sambandi forsetans við Gayet.
Tímaritið Closer greindi frá sambandi forsetans við Gayet. AFP
François Hollande og sambýliskona hans, Valerie Trierweiler.
François Hollande og sambýliskona hans, Valerie Trierweiler. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka