A.-Evrópubúum á framfæri Dana fjölgaði um 858%

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

„Það á ekki að verða þannig að útlendingar geti komið til Danmerkur til að láta sjá fyrir sér. Útlendingar eiga að sjálfsögðu að koma hingað til að stunda atvinnu,“ sagði Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur í fyrirspurnatíma á danska þinginu í dag, en þar var m.a. rætt um „velferðartúrisma“ sem hefur verið í umræðunni í Bretlandi.

Umræðan fékk byr undir báða vængi í Danmörku eftir að efnahags- og innanríkismálaráðherra landsins, Margrethe Vestager, fullyrti í forsíðuviðtali í danska dagblaðinu Berlingske Tidende að velferðartúrismi væri ekkert vandamál í Danmörku.

Formaður Venstre-flokksins, Lars Løkke Rasmussen, sagði á þinginu að fjöldi þeirra Austur-Evrópubúa sem væru á framfæri danska ríkisins, hefði aukist um 858% á árunum 2008-2012 samkvæmt tölum atvinnumálaráðuneytisins.

Thorning svaraði að ríkisstjórnin mæti ástandið ekki sem svo að þetta væri stórt vandamál. Hún benti á að Danmörk nyti góðs af innri markaði ESB. „Við komum okkur ekki í þá afstöðu að við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar við önnur ESB-ríki,“ sagði hún og vísaði til reglna ESB um frjálst flæði fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert