Fara til Sýrlands til að berjast

Francois Hollande Frakklandsforseti á blaðamannafundinum í París í dag.
Francois Hollande Frakklandsforseti á blaðamannafundinum í París í dag. EPA

Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í dag að 700 manns, bæði franskir ríkisborgarar og ungt erlent fólk sem hefur verið búsett í Frakklandi,hafi yfirgefið landið til að taka þátt í uppreisninni í Sýrlandi. Hollande segir að þetta sé mikið áhyggjuefni.

Forsetinn sagði á blaðamannafundi í dag að þetta væri töluverður fjöldi. Hann sagði að vitað væri um 700 sem hefðu farið til Sýrlands. Einhverjir hefðu látist. 

Hollande segir að það sé nauðsynlegt að gera ungu fólki grein fyrir þeim hættum sem fylgi því að fara til Sýrlands. Þá þurfi frönsk stjórnvöld að berjast gegn ákveðnum fjölda samtaka og stöðum þar sem hryðjuverkahópar eiga skjól. 

Embættismenn í Frakklandi hafa varað við þeirri hættu sem fylgi því að franskir ríkisborgarar berjist við hlið öfgamanna eða hópa sem tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í Sýrlandi. 

Francois Molins, saksóknari í París, segir að í þessari viku hafi rúmlega 400 manns verið reiðubúið að fara til Sýrlands, staðsett þar eða búið að vera í Sýrlandi og komið aftur heim. 

Öryggissérfræðingar á Vesturlöndum hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að erlendir bardagamenn sem hljóti þjálfun í Sýrlandi geti staðið á bak við árásir í heimalandinu. 

Þá segja embættismenn að um 20 franskir ríkisborgarar hafi fallið í átökunum í Sýrlandi. 

Átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í þrjú ár.
Átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í þrjú ár. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert