Fordæma ummæli Ísraela

Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísraels, lét ummæli falla um John Kerry, …
Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísraels, lét ummæli falla um John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem bandarísk stjórnvöld kunnu ekki að meta. EPA

Bandarísk stjórnvöld hafa fordæmt ummæli sem varnarmálaráðherra Ísraels er sagður hafa látið falla varðandi friðartillögur Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir botni Miðjarðarhafs.

Jen Psaki, talskona utanríkisráðuneytisins, segir að ummæli Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi verið óviðeigandi í ljósi þess mikla stuðnings sem Ísraelar hljóta frá Bandaríkjunum. Ummælin hafi auk þess verið meiðandi. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að það sé sjaldgæft að Bandaríkin snupri bandalagsþjóð sína með þessum hætti.

Haft er eftir Yaalon í ísraelska dagblaðinu Yediot Ahronot að Kerry hafi kynnt tillögurnar af einkennilegri þráhyggju og ákafa. Hann sagði að öryggisáætlun sem Kerry hefði kynnt Ísraelsstjórn hefði verið einskis virði. 

Yaalon segir að Kerry geti ekki kennt sér eitt né neitt varðandi deilurnar við Palestínumenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka