Danskri konu nauðgað af hópi

Mikil reiði er í indversku samfélagi vegna tíðra ofbeldisverka gagnvart …
Mikil reiði er í indversku samfélagi vegna tíðra ofbeldisverka gagnvart konum í höfuðborg landsins og víðar. AFP

Danskri konu var nauðgað af hópi karl­manna í höfuðborg Ind­lands, Nýju-Delí, í gær­kvöldi en kon­an hafði orðið viðskila við ferðamanna­hóp­inn sem hún var með.  Hafði hún spurt menn­ina til veg­ar, að sögn lög­reglu.

Kon­an, sem er 51 árs göm­ul, var að koma úr heim­sókn í safn þegar hún var viðskila við hóp­inn á leið á hót­el þeirra í vin­sælu hverfi í borg­inni. Menn­irn­ir voru að minnsta kosti sex tals­ins og vopnaðir hníf­um. 

Raj­an Bhagat, talsmaður lög­regl­unn­ar, seg­ir að lög­regl­an sé með menn í haldi sem talið er að séu árás­ar­menn­irn­ir og er verið að yf­ir­heyra þá.

Sam­kvæmt frétt AFP á kon­an að hafa látið fé­laga sína vita af árás­inni þegar hún komst loks­ins á hót­el sitt í Paharg­anj hverf­inu, skammt frá Conn­aug­ht Place í miðborg­inni.

Hún hafði spurt menn­ina til veg­ar skammt frá aðal­járn­braut­ar­stöðinni í Nýju-Delí eft­ir heim­sókn á safnið. Þeir námu hana hins veg­ar á brott og nauðguðu.

Sam­kvæmt frétt Politiken er danska sendi­ráðið í Nýju-Delí í sam­bandi við kon­una. Hef­ur Politiken eft­ir dönsku ut­an­rík­isþjón­ust­unni að málið sé komið á borð til þeirra en ekki sé hægt að veita nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka