Sunanda Pushkar, eiginkona Shashi Tharoor sem er ráðherra þróunar mannauðsmála á Indlandi og fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, fannst látin á lúxushóteli í borginni Nýju-Delí í dag. Undanfarna daga hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um meint ástarsamband hans við þekkta pakistanska blaðakonu.
Pushkar og Tharoor giftust árið 2010, en hún er farsæl kaupsýslukona.
Eftir að skilaboð birtust á Twitter-síðu Tharoors fyrr í vikunni, þar sem leitt var að því líkum að hann ætti í ástarsambandi við pakistönsku blaðakonuna Mehr Tahrar, hafa hjónin átt í illvígum og opinberum deilum. Pushkar viðurkenndi að hafa skrifað skilaboðin, en hún skipti síðan um skoðun og sagðist ekkert þekkja til þeirra.
Tharor hefur starfað sem sendiherra og stjórnmálamaður í áratugi. Árið 2007 bauð hann sig fram gegn Ban Ki-moon í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en laut í lægra haldi.