Forseti Úganda, Yoweri Museveni, telur samkynhneigða vera „veika“ en telur að ekki eigi að fangelsa þá eða taka af lífi. Þess vegna synjaði hann lagafrumvarpi um hert viðurlög við samkynhneigð staðfestingar. Úgandska þingið samþykkti lögin í miklum flýti í desember. Aðeins fáir þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Um er að ræða þingmannafrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp. Hefði forsetinn ekki tekið afstöðu til frumvarpsins innan fárra daga hefði það sjálfkrafa farið aftur til þingsins og þá væntanlega orðið að lögum.
„Hann samþykkir ekki samkynhneigð en hann trúir því að þetta fólk hafi tilverurétt,“ segir talsmaður forsetans. Museveni skrifaði þingmönnum bréf sem birt hefur verið dagblaðinu Daily Monitor. Þar kom m.a. fram að hann teldi lesbíur eingöngu leita ástar annarra kvenna þær sem þær fyndu sér ekki karlmenn.
„Forsetinn segir að þetta fólk sé veikt, þú getur ekki drepið veika manneskju,“ segir talsmaðurinn Tamale Mirudi. „Manneskju sem hefur verið fundin sek um samkynhneigð er ekki hægt að fangelsa fyrir lífstíð.“