„Ekki hættulegra en áfengi“ en samt „léleg hugmynd“

Barack Obama
Barack Obama AFP

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að kannabisreykingar séu ekki hættulegri en neysla áfengis, en þær séu samt sem áður ekki góð hugmynd.

Forsetinn ræddi við tímaritið The New Yorker, þar sem hann sagði rangt að halda að lögleiðing fíkniefnisins myndi leysa mörg félagsleg vandamál.

Forsetinn hefur gengist við því að hafa neytt vímuefnisins þegar hann var ungir. „Það hefur margoft komið fram að ég reykti gras þegar ég var ungur. Í dag lít ég á það sem slæman ávana og löst, ekki ólíkan því að reykja sígarettur, sem ég gerði stærstan hluta fullorðinsára minna,“ sagði forsetinn.

Hann bætti við að fyrir hvern og einn teldi hann neyslu þess „ekki hættulegri en að drekka áfengi.“

Margt fátækt fólk, oft af afrískum eða Suður-Amerískum uppruna, sagði hann að lengi óeðlilega illa í refsivörslukerfinu þegar kemur að kannabisefnum, á meðan miðstéttarfólk kæmist auðveldar frá slíkum brotum.

Forsetinn sagði lögleiðingu kannabisefna í Colorado og Washington vera áhugaverða „tilraun“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka