Mýtur um fyrri heimsstyrjöld hraktar

Kirkjugarður í Bratislava þar sem hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni hvíla.
Kirkjugarður í Bratislava þar sem hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni hvíla. AFP

Á fréttavef BBC tekur blaðamaður saman 10 atriði um fyrri heimsstyrjöldina, sem velflestir halda að hafi verið raunin á tímum stríðsins. Hið rétta er að margir telja stríðið almennt hafa verið verra en það í raun og veru var, en í ár eru 100 ár frá upphafi styrjaldarinnar.

Sem dæmi má nefna að algengur misskilningur er að herbrögð hafi ekki þróast á þeim fjórum árum sem stríðið geisaði. Í umfjöllun BBC segir hins vegar að hernaður hafi tekið stakkaskiptum; flugvélar og skriðdrekar hafi í fyrsta sinn verið notuð í hernaði, og vélbyssur tóku við keflinu af rifflum sem öflugustu vopn fótgönguliða.

Þá segir einnig að Bretar hafi misst hlutfallslega færri hermenn í stríðinu heldur en í Krímstríðinu, sem geisaði 60 árum áður, og að langdvalir í skotgröfum hafi heyrt til undantekninga.

Umfjöllun BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert