Nýjar reglur taka gildi hjá þýska hernum frá og með næstu mánaðarmótum. Nú mega hermenn ekki hafa sýnilega lokka á líkamanum, klámfengin húðflúr eða of sítt skegg.
Húðflúr eru leyfð ef þau eru hulin en húðflúr sem eru klámfengin eða sýna aðstæður þar sem gengið er á hlut einhverns eru ekki heimil. Skegg verða að vera vel snyrt og verða hermenn sem vilja láta sér vaxa skegg framvegis að gera slíkt í frítíma sínum.