Leyfa ekki klámfengin húðflúr

Þýskir hermenn verða að hylja húðflúr sín.
Þýskir hermenn verða að hylja húðflúr sín. AFP

Nýjar reglur taka gildi hjá þýska hernum frá og með næstu mánaðarmótum. Nú mega hermenn ekki hafa sýnilega lokka á líkamanum, klámfengin húðflúr eða of sítt skegg.

Húðflúr eru leyfð ef þau eru hulin en húðflúr sem eru klámfengin eða sýna aðstæður þar sem gengið er á hlut einhverns eru ekki heimil. Skegg verða að vera vel snyrt og verða hermenn sem vilja láta sér vaxa skegg framvegis að gera slíkt í frítíma sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert