Þvílíkur kuldi í lestinni

Hríðin sem gerði íbúum á austurströnd Bandaríkjanna lífið leitt í gær laumaði sér inn í Amtrak lest sem fór frá New York borg til höfuðborgarinnar Washington. Einhverjir vagnar fylltust af snjó og voru farþegarnir kuldalegir þegar þeir yfirgáfu lestina.

Mjög kalt var í veðri víða á austurströndinni í gær og var 10 stiga frost í New York. Þrátt fyrir kuldann og snjóinn var kennsla með eðlilegum hætti í skólum og flestar leiðir neðanjarðarlestarkerfisins voru nánast á áætlun.

En fólk sem tók lestina sem sýnd er í þessu myndskeiði var ekki skemmt þegar inn var komið því snjórinn hafði blásið inn í einhverja vagna með tilheyrandi kulda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert