Fleiri og fleiri bandarískar fjölskyldur sækja í miðborgarkjarna borga, frekar en úthverfin. Justine Posluzny Bello og fjölskylda flutti nær miðborg Washingtonborgar stuttu áður en hún og maðurinn hennar eignuðust sitt fyrsta barn.
Hún segist ekki vilja vera einangruð fjarri veitingastöðum og menningarlífi, og að úthverfin séu einfaldlega of fjarri. Þau eru ekki einsdæmi, því í fyrsta skipti í marga áratugi er nú meiri fjölgun miðsvæðis í bandarískum borgum en í úthverfum. Hluti af skýringunni er breytt viðhorf í garð samgangna.